Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2018 23:30 Viktor Orbán hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Vísir/AFP Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi. Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi.
Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00