Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 19:27 Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir. Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir.
Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03