16 laxar á land fyrsta daginn í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2018 09:00 Sigurjón með lax af Breiðunni í Langá í gær. Mynd: Jógvan Hansen Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær en áin opnaði að þessu sinni tveim dögum fyrr en venjulega. Það er óhætt að segja að áin hafi komið á óvart en mikið líf var á neðri svæðum hennar og greinilega nokkuð af laxi að ganga. Fyrsti laxinn kom á land á Breiðunni neðan við Skugga sem er einn skemmtilegasti veiðistaðurinn í ánni á þessum tíma þegar lax er að ganga. Það var mikið af tveggja ára laxi í afla dagsins en stærstu laxarnir voru 85 sm og 80 sm sem veiddust í Bárðarbungu. Lax veiddist á Hrafnseyri sem er nokkuð ofarlega í ánni og laxar sáust víðar. Heildartala dagsins var 16 laxar og miðað við gang mála verða næstu holl í góðum málum. Gott vatn er í ánni miðað við síðustu tvö ár en vatnið í ánni núna er svipað og það var við opnun 2015 sem var eitt besta árið í Langá þegar 2.616 laxar veiddust í ánni. Sumarið í fyrra var líka gott þrátt fyrir erfið skilyrði lengst af í ágúst vegna brakandi sólskins en þá veiddist 1.701 lax í ánni. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær en áin opnaði að þessu sinni tveim dögum fyrr en venjulega. Það er óhætt að segja að áin hafi komið á óvart en mikið líf var á neðri svæðum hennar og greinilega nokkuð af laxi að ganga. Fyrsti laxinn kom á land á Breiðunni neðan við Skugga sem er einn skemmtilegasti veiðistaðurinn í ánni á þessum tíma þegar lax er að ganga. Það var mikið af tveggja ára laxi í afla dagsins en stærstu laxarnir voru 85 sm og 80 sm sem veiddust í Bárðarbungu. Lax veiddist á Hrafnseyri sem er nokkuð ofarlega í ánni og laxar sáust víðar. Heildartala dagsins var 16 laxar og miðað við gang mála verða næstu holl í góðum málum. Gott vatn er í ánni miðað við síðustu tvö ár en vatnið í ánni núna er svipað og það var við opnun 2015 sem var eitt besta árið í Langá þegar 2.616 laxar veiddust í ánni. Sumarið í fyrra var líka gott þrátt fyrir erfið skilyrði lengst af í ágúst vegna brakandi sólskins en þá veiddist 1.701 lax í ánni.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði