Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 09:31 Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra. vísir/getty Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29. Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29.
Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14