Fleiri fylgjandi Borgarlínu en andvígir Atli Ísleifsson skrifar 9. júlí 2018 10:28 Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Fréttablaðið/Ernir Fleiri Íslendingar, átján ára og eldri, eru fylgjandi Borgarlínu en þeir sem eru henni andvígir. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um 45 prósent aðspurðra séu hlynnt Borgarlínunni en hátt í 28 prósent eru andvíg. Þá séu tæplega 27 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni. „Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar. Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg. Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra. Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á meðan um 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að af íbúum höfuðborgarsvæðisins séu íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum hlynntastir Borgarlínunni, eða yfir 58%. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafi svipað viðhorf til Borgarlínu. Íbúar Garðabæjar skera sig hins vegar úr þar sem fleiri eru andvígir en hlynntir. Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 19. júní - 2. júlí 2018. Borgarlína Seltjarnarnes Skipulag Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Fleiri Íslendingar, átján ára og eldri, eru fylgjandi Borgarlínu en þeir sem eru henni andvígir. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um 45 prósent aðspurðra séu hlynnt Borgarlínunni en hátt í 28 prósent eru andvíg. Þá séu tæplega 27 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni. „Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar. Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg. Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra. Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á meðan um 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að af íbúum höfuðborgarsvæðisins séu íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum hlynntastir Borgarlínunni, eða yfir 58%. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafi svipað viðhorf til Borgarlínu. Íbúar Garðabæjar skera sig hins vegar úr þar sem fleiri eru andvígir en hlynntir. Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 19. júní - 2. júlí 2018.
Borgarlína Seltjarnarnes Skipulag Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira