Formúla 1

Vettel sigraði í Silverstone

Einar Sigurvinsson skrifar
Vettel fagnar sigrinum í dag.
Vettel fagnar sigrinum í dag. getty
Sebastian Vettel á Ferrari vann sigur á breska Sil­verst­one-kappakstrinum í Formúlu 1 í dag, en þetta var í fyrsta skipti sigur Vettel í Silverstone á ferlinum. Með sigrinum fer Vettel í átta stiga forskot á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en Hamilton endaði í 2. sæti í dag.

Hamilton sem ekur fyrir Mercedes, var á ráspól í dag eftir að hafa sett brautamet í tímatökunni í gær, byrjaði aksturinn með versta móti þegar hann endaði aftastur í röðinni eftir árekstur við Ferrari ökuþórinn Kimi Raikkonen.

Í kjölfarið ók Hamilton mjög vel og endaði í 2. sæti, rétt rúmlega tveimur sekúndum frá Vettel.

Raikkonen sem fékk tíu sekúndna refsingu fyrir áreksturinn endaði í 3. sæti, en hann er einnig í þriðja sæti í keppni ökuþóra. Valtteri Bottas varð í 4. sæti.

Eftir kappaksturinn í dag er Ferrari með 20 stiga forystu í keppni bílasmiða. Mercedes er í 2. sæti og Red Bull í 3. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×