Fugl á lokaholunni dugði ekki til og Ólafía úr leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. júlí 2018 22:33 Ólafía hefur átt erfitt uppdráttar á LPGA mótaröðinni það sem af er sumri vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór ekki í gegnum niðurskurðinn á Thornberry Creek mótinu í Wisconsin eftir rólegan annan hring í dag. Ólafía spilaði vel á fyrsta hringnum og var ekki langt frá toppbaráttunni þegar hún kom í hús á þremur höggum undir pari. Skorið í mótinu er hins vegar mjög lágt og var Ólafía við niðurskurðinn þegar hún fór af stað í dag. Skolli á fyrstu holu sá Ólafíu falla fyrir neðan niðurskurðinn. Hún paraði næstu fjórar holur áður en hún fékk fugl og vann höggið til baka. Skolli 17. holu, hennar áttundu, þýddi að hún lauk fyrri níu holunum á höggi yfir pari, samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu. Þegar Ólafía hafði lokið við fyrri níu holurnar var niðurskurðarlínan komin við fjögur högg undir parið og því ljóst að Ólafía þyrfti að spila vel á seinni níu til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía fékk par á næstu fimm holum og möguleikinn á áframhaldandi keppni orðinn fjarlægur. Ástandið versnaði til muna með skolla á 6. holu en hún fékk fugl strax á 7. holu. Ólafía fékk par á 8. holunni og þurfti því örn á síðustu holunni, 9. holu, til þess að komast áfram. Hún fékk hins vegar fugl, sem skilaði henni aftur á parið á öðrum hring en dugði ekki til og Ólafía úr leik. Enn eiga nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik í mótinu en það er nær enginn möguleiki á því að niðurskurðarlínan fari aftur á þrjú högg undir parið og Ólafía sleppi í gegn. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór ekki í gegnum niðurskurðinn á Thornberry Creek mótinu í Wisconsin eftir rólegan annan hring í dag. Ólafía spilaði vel á fyrsta hringnum og var ekki langt frá toppbaráttunni þegar hún kom í hús á þremur höggum undir pari. Skorið í mótinu er hins vegar mjög lágt og var Ólafía við niðurskurðinn þegar hún fór af stað í dag. Skolli á fyrstu holu sá Ólafíu falla fyrir neðan niðurskurðinn. Hún paraði næstu fjórar holur áður en hún fékk fugl og vann höggið til baka. Skolli 17. holu, hennar áttundu, þýddi að hún lauk fyrri níu holunum á höggi yfir pari, samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu. Þegar Ólafía hafði lokið við fyrri níu holurnar var niðurskurðarlínan komin við fjögur högg undir parið og því ljóst að Ólafía þyrfti að spila vel á seinni níu til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía fékk par á næstu fimm holum og möguleikinn á áframhaldandi keppni orðinn fjarlægur. Ástandið versnaði til muna með skolla á 6. holu en hún fékk fugl strax á 7. holu. Ólafía fékk par á 8. holunni og þurfti því örn á síðustu holunni, 9. holu, til þess að komast áfram. Hún fékk hins vegar fugl, sem skilaði henni aftur á parið á öðrum hring en dugði ekki til og Ólafía úr leik. Enn eiga nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik í mótinu en það er nær enginn möguleiki á því að niðurskurðarlínan fari aftur á þrjú högg undir parið og Ólafía sleppi í gegn.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira