Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:14 May forsætisráðherra hefur þurft að glíma við andóf í eigin röðum vegna Brexit. Vísir/AP Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10. Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10.
Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47