Segir hroka og hleypidóma einkennismerki fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 12:09 Bergur Þór Ingólfsson styður ljósmæður í kjaradeilu sinni. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17
Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45