Brexit-herferðin talin hafa brotið kosningalög Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 10:05 Vote Leave var opinber herferð fyrir útgöngu Breta úr ESB og fékk framlög frá breska ríkinu. Vísir/EPA Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum. Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Búist er við því að kjörstjórn Bretlands komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave, opinber herferð til stuðnings útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi brotið kosningalög fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. Herferðin hafi meðal annars eytt meira fé í baráttuna en heimilt er. Niðurstaða rannsóknar kjörstjórnarinnar hefur ekki verið birt opinberlega ennþá. Þær hafa hins vegar verið sendar Vote Leave til umsagnar. Herferðin birti andsvör sín við ásökunum í skýrslu kjörstjórnarinnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt þeim svörum hafi kjörstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Vote Leave hafi skilað ónákvæmu yfirliti um fjárútlát herferðarinnar, reikninga og kvittanir hafi vantað, herferðin hafi eytt fé umfram lagaheimild og hafi ekki virt lögbundin tímamörk. Þá er fullyrt í skýrslunni að herferðin hafi unnið með minni herferð fyrir Brexit, BeLeave. Dominic Cummings, framkvæmdastjóri Vote Leave, hafi mælt með 600.000 punda framlagi til þeirrar herferðar á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Samkvæmt breskum kosningalögum mega herferðir af þessu tagi aðeins vinna lauslega saman en ekki vinna eftir sameiginlegri áætlun. Vote Leave hefur hafnað ásökununum og sakar Matthew Elliot, fyrrverandi framkvæmdastjóra herferðarinnar, kjörstjórnina um að virða ekki réttláta málsmeðferð. Hann hefur skilað 500 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar þar sem hann ber ásakanirnar til baka. Kjörstjórnin segist munu fara yfir athugasemdir Vote Leave og taka þær til greina eftir atvikum.
Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00