Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júlí 2018 18:00 Haraldur Franklín Magnús. vísir/stefán Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. Haraldur fór seinni hringinn af tveimur á tveimur höggum undir pari á Princes vellinum eftir að hafa farið fyrri hringinn á pari. Það dugði honum í annað sæti9 á mótinu en efstu þrír kylfingarnir fengu inngöngu á Opna breska. Opna breska meistaramótið fer fram á Carnoustie vellinum um miðjan júli, dagana 19. - 22. júlí, og er eitt sögufrægasta mót heims. Efstur á úrtökumótinu varð Englendingurinn Tom Lewis á fjórum höggum undir pari og í þriðja sæti varð Retief Goosen frá Suður-Afríku á höggi undir pari. Örfáir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik en þeir eiga allir litla sem enga möguleika á því að ná í efstu þrjú sætin. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru einu íslensku kylfingarnir sem hafa spilað á risamóti og bætist Haraldur Franklín í þeirra hóp um miðjan mánuðinn. Hann verður einnig annar íslenski karlinn í sögunni til þess að spila á móti sem er hluti af PGA mótaröðinni en Ólafur Björn Loftsson tók þátt í Whyndham-mótinu árið 2011. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. Haraldur fór seinni hringinn af tveimur á tveimur höggum undir pari á Princes vellinum eftir að hafa farið fyrri hringinn á pari. Það dugði honum í annað sæti9 á mótinu en efstu þrír kylfingarnir fengu inngöngu á Opna breska. Opna breska meistaramótið fer fram á Carnoustie vellinum um miðjan júli, dagana 19. - 22. júlí, og er eitt sögufrægasta mót heims. Efstur á úrtökumótinu varð Englendingurinn Tom Lewis á fjórum höggum undir pari og í þriðja sæti varð Retief Goosen frá Suður-Afríku á höggi undir pari. Örfáir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik en þeir eiga allir litla sem enga möguleika á því að ná í efstu þrjú sætin. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru einu íslensku kylfingarnir sem hafa spilað á risamóti og bætist Haraldur Franklín í þeirra hóp um miðjan mánuðinn. Hann verður einnig annar íslenski karlinn í sögunni til þess að spila á móti sem er hluti af PGA mótaröðinni en Ólafur Björn Loftsson tók þátt í Whyndham-mótinu árið 2011.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira