Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 12:12 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41