Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Boris Johnson er utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30
Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00