Sjálf er ég krumminn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 08:00 „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir Ellen Freydís. Fréttablaðið/Ernir Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira