Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 11:46 90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15