Lífið

Samfélagsmiðlastjörnur gerast einkaþjálfarar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Birgitta Líf er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum.
Birgitta Líf er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Instagram/Birgitta Líf
Í gær útskrifaði World Class nemendur úr einkaþjálfaranámi. Þar á meðal voru tvær samfélagsmiðlastjörnur sem þekktar eru fyrir að fjalla um heilbrigðan lífsstíl og hreyfingu.

Birgitta Líf Björnsdóttir, dóttir Hafdísar Jónsdóttur og Björns Leifssonar eigenda World Class, varð formlega einkaþjálfari í gær. Birgitta hefur starfað fyrir líkamsræktarstöðvarnar í mörg ár, meðal annars við samfélagsmiðla. Hún er hluti af hópnum RVK Fit sem halda úti samfélagsmiðlum og bloggsíðu ásamt því að skipuleggja viðburði tengda hópæfingum.



Birgitta Líf hefur verið dugleg við að sýna frá sínu mataræði og æfingum svo það mun sennilega ekki breytast neitt á næstunni. Hún sagði frá þessum áfanga á Instagram en tók ekki fram hvort hún ætlaði sér að taka að sér viðskiptavini í þjálfun á næstunni.

 
Personal Trainer

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Jun 30, 2018 at 6:53am PDT

Davíð Rúnar Bjarnason, betur þekktur sem Thugfather, útskrifaðist einnig sem einkaþjálfari í gær. Davíð er boxari og boxkennari og birtir mikið af gagnlegum ráðum, fróðleik og hvatningu varðandi heilbrigðan lífsstíl fyrir sína fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hann hafði nú þegar sagt frá því að hann ætlaði að byrja að þjálfa viðskiptavini í Laugum þann 1. júlí.



Hægt er að fylgjast með þessu hrausta fólki á bæði Snapchat og Instagram. Davíð Rúnar er á báðum miðlum undir notendanafninu @thugfather en Birgitta Líf er bæði með @birgittalif og @rvkfit á Snapchat og Instagram. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.