Flókadalsá að fyllast af bleikju Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Núna fara stóru að göngurnar af sjóbleikju að mæta í árnar um allt land og miðað við fréttir úr Flókadalsá er ballið að byrja. Flókadalsá er ein af skemmtilegri bleikjuám á landinu og þar er hægt að gera mjög góða bleikjuveiði og jafnvel setja í lax. Sjóbleikjan er greinilega farin að ganga af fullum krafti í ána því holl sem var að byrja veiðar í dag tók kvótann á allar stangirnar á aðeins tveimur klukkutímum. Í samtali við Veiðivísi sagði Þórarinn Halldórsson leigutaki Flókadalsár að áin væri kraumandi af bleikju en eins og áður sagði tóku allar stangir kvótann á tveimur tímum en kvótinn í ánni er 8 bleikjur á stöng á vakt en veitt er á þrjár stangir í ánni. Það verður gaman að heyra af ánum á norðurlandi næstu daga sem sjóbleikjan gengur í en miðað við þessa veiði í Flókadalsá hlýtur að styttast í frekari fregnir af sjóbleikjuveiði. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Núna fara stóru að göngurnar af sjóbleikju að mæta í árnar um allt land og miðað við fréttir úr Flókadalsá er ballið að byrja. Flókadalsá er ein af skemmtilegri bleikjuám á landinu og þar er hægt að gera mjög góða bleikjuveiði og jafnvel setja í lax. Sjóbleikjan er greinilega farin að ganga af fullum krafti í ána því holl sem var að byrja veiðar í dag tók kvótann á allar stangirnar á aðeins tveimur klukkutímum. Í samtali við Veiðivísi sagði Þórarinn Halldórsson leigutaki Flókadalsár að áin væri kraumandi af bleikju en eins og áður sagði tóku allar stangir kvótann á tveimur tímum en kvótinn í ánni er 8 bleikjur á stöng á vakt en veitt er á þrjár stangir í ánni. Það verður gaman að heyra af ánum á norðurlandi næstu daga sem sjóbleikjan gengur í en miðað við þessa veiði í Flókadalsá hlýtur að styttast í frekari fregnir af sjóbleikjuveiði.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði