Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía stendur fyrir mótinu en í fyrra söfnuðust um fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins. „Ég elska að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég fæ ekkert rosalega oft að spila á Íslandi svo það er skemmtilegt,“ sagði Ólafía Þórunn við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er svo gott fyrir hjartað og mér líður vel í marga daga eftir á,“ sagði Ólafía um mótið. Hún fékk fjóra atvinnukylfinga af LPGA mótaröðinni með sér til Íslands og tóku þær allar þátt í mótinu í gær. Ólafía varð fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila á risamóti á síðasta ári. Í dag varð Haraldur Franklín Magnús fyrstur karla til þess að leika á risamóti þegar hann hóf leik á Opna breska meistaramótinu rétt fyrir klukkan 10. „Haddi, hann er snillingur. Hann á eftir að standa sig mjög vel. Hann er svo andlega sterkur og kann þetta alveg. Ég er mjög spennt að fylgjast með honum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Alls söfnuðust þrjár milljónir á mótinu sem renna til Umhyggju – félags langveikra barna. „Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti“ segir Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.Vísir er með beina textalýsingu af fyrsta hring Haralds og hana má lesa hér.Ólafía Þórunn með stóra ávísun fyrir gott málefni.mynd/kpmg Golf Tengdar fréttir Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía stendur fyrir mótinu en í fyrra söfnuðust um fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins. „Ég elska að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég fæ ekkert rosalega oft að spila á Íslandi svo það er skemmtilegt,“ sagði Ólafía Þórunn við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er svo gott fyrir hjartað og mér líður vel í marga daga eftir á,“ sagði Ólafía um mótið. Hún fékk fjóra atvinnukylfinga af LPGA mótaröðinni með sér til Íslands og tóku þær allar þátt í mótinu í gær. Ólafía varð fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila á risamóti á síðasta ári. Í dag varð Haraldur Franklín Magnús fyrstur karla til þess að leika á risamóti þegar hann hóf leik á Opna breska meistaramótinu rétt fyrir klukkan 10. „Haddi, hann er snillingur. Hann á eftir að standa sig mjög vel. Hann er svo andlega sterkur og kann þetta alveg. Ég er mjög spennt að fylgjast með honum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Alls söfnuðust þrjár milljónir á mótinu sem renna til Umhyggju – félags langveikra barna. „Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti“ segir Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.Vísir er með beina textalýsingu af fyrsta hring Haralds og hana má lesa hér.Ólafía Þórunn með stóra ávísun fyrir gott málefni.mynd/kpmg
Golf Tengdar fréttir Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00