Hrafnhildur missti 30 kíló og sankar nú að sér milljónum áhorfa á YouTube Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2018 14:45 Myndbönd Hrafnhildar fjalla flest um lífsstíl og förðun. Vísir/Samsett Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér. Samfélagsmiðlar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira