Hrafnhildur missti 30 kíló og sankar nú að sér milljónum áhorfa á YouTube Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2018 14:45 Myndbönd Hrafnhildar fjalla flest um lífsstíl og förðun. Vísir/Samsett Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér. Samfélagsmiðlar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira