Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 10:08 Heimir Hallgrímsson kveður eftir sjö ára starf. Fréttablaðið/Eyþór Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Íslenski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira