Félagaskiptaglugginn opnaði á Íslandi í gær og liðin í Pepsi-deild kvenna eru byrjuð að styrkja sig fyrir síðari hlutann.
Stjarnan fékk stóran bita í dag er Sigrún Ella Einarsdóttir gekk í raðir liðsins eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina í haust.
Sigrún er uppalin í FH en gekk í raðir Stjörnunnar 2014. Hún hefur spilað tvo landsleiki en Stjarnan er í fjórða sætinu með 16 stig, átta stigum frá toppnum.
Madeline Keane er varnarmaður sem hefur skrifað undan samning við Grindavík. Hún spilaði með Tindastól í fyrra en lék á Ítalíu í fyrra.
Grindavík er í sjöunda sætinu með níu stig.

