Haraldur byrjar snemma á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 14:00 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira