Pútín lét Trump bíða eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 10:20 Vladímír Pútín strýkur hér heimsmeistarabikarnum sem Frökkum var afhent í gærkvöldi. Vísir/getty Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018 Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018
Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00