Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Tiger Woods. vísir/getty Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira