Kaflaskiptur dagur hjá Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heltist úr lestinni í dag og á nær engan möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna nema hún eigi framúrskarandi dag á morgun. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira