Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2018 15:14 Frá höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum. vísir/gva Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra, Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra,
Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira