Katrín vekur kátínu á forsíðu NY-Times: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 12:02 Forsíða alþjóðlegu útgáfu New York Times föstudaginn 13. júlí 2018. Skjáskot/New York Times Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018 Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018
Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52