Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum.
Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum.
„Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.
It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q
— roxane gay (@rgay) July 11, 2018
Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.
This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat.
— ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018