Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna.
Skattrannsóknarstjóri hefur haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma. Það snýr fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í á þeim tíma sem hann rak DV. Veitingastaðnum Argentína steikhús, sem var í eigu Björns Inga, var lokað í apríl eftir árangurslaust fjárnmám. Sumt starfsfólk fékk ekki greidd laun.
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga, segir í samtali við Fréttablaðið að hann muni reyna að hnekkja kyrrsetningunni fyrir dómi.
Viðskipti innlent
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum
Tengdar fréttir
Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum
Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðum opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla.
Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota
Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn.
Segir Björn Inga „siðlausasta einstakling“ sem hann hefur haft afskipti af
Árni Harðarson, einn Dalsmanna sem eiga meirihluta í Pressunni ehf., segir Björn Inga hafa haft í hótunum við sig og Róbert Wessmann.