Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 17:46 Norður-Kórea virðist hafa komist fram hjá takmörkunum á olíuinnflutningi Vísir/Getty Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53