Tónlist

Lag af síðustu plötu Jóhanns Jóhannssonar birt

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Jóhann Jóhannsson tónskáld.
Jóhann Jóhannsson tónskáld. Getty/Samir Hussein
Áður en tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum, vann hann að kvikmyndatónlist fyrir myndina Mandy í leikstjórn Panos Cosmatos.

Tilkynnt hefur verið um að tónlistin muni vera gefin út sérstaklega af plötufyrirtækjunum Lakeshore og Invada á sama degi og kvikmyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum, 14. september. Ekki hefur verið gefinn upp frumsýningardagur hérlendis eins og er.

Tónlistin fyrir myndina var unnin í sameiningu af Jóhanni og Randall Dunn. Sónlistarmaðurinn Stephen O’Malley, sem þekktastur er fyrir drunutónlist sína með sveitinni Sunn O))), ljær verkinu gítar.

Hér má heyra eitt laganna úr kvikmyndinni.





Mandy er hryllitryllir sem gerist á 9. áratugnum með Nicolas Cage í aðalhlutverki, og hafa gagnrýnendur haft orð á því að hann hafi sleppt sér sem aldrei fyrr í hlutverkinu. Hún var sýnd í fyrsta sinn á Sundance í janúar og fékk frábærar viðtökur.



Panos hefur áður gert myndina Beyond the Black Rainbow, sem þótti heldur þunn þó að hún skaraði fram úr myndrænt.

Jóhann lést 9. febrúar síðastliðinn, 48 ára gamall. Honum var lýst sem hlýjum og einstökum af þeim sem hann þekktu.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Mandy.


Tengdar fréttir

Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns

Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag.

Jóhann Jóhannsson látinn

Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.