Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2018 18:52 Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. Vísir/AP Það neistaði á milli helstu leiðtoga Atlantshafsbandalagsins á fundi þeirra í Brussel í dag. Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. Fyrirfram var búist við að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi kynda undir öðrum leiðtogum Atlantshafsbandalagsins á tveggja daga fundi þeirra sem hófst í Brussel í dag. Og hann beið ekki boðanna því strax á morgunverðarfundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO sagði hann 40 milljarða dollara aukin útgjöld bandalagsríkjanna til varnarmála undanfarið ár ekki duga til og skaut síðan föstum skotum á Þjóðverja fyrir mikinn gasinnflutning frá Rússlandi. „Þýskaland er algerlega undir hælnum á Rússum vegna þess að þeir fá sextíu til sjötíu present af orku sinni frá Rússlandi og nýja gasleiðslu. Ætlar þú að segja mér að þetta sé viðeigandi? Vegna þess að ég tel þetta ekki viðeigandi og þetta er mjög slæmt fyrir NATO,“ sagði Trump yfir morgunverðarborðið með framkvæmdastjóra NATO.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa.Vísir/APTrump minntur á tilgang NATOStoltenberg sagði aðildarríkin 29 oft greina á um leiðir. Það ætti meðal annars við um uppbyggingu nýrrar gasleiðslu til Evrópu í gegnum Eystrasaltsríkin, sem Pólverjar og fleiri hafa gagnrýnt. „En það hefur alltaf verið strykur NATO að þrátt fyrir skiptatr skoðanir á einstökum málum hafa bandalagsþjóðirnar sameinast um kjarnan í markmiðum NATO sem væri að verja hverjar aðra. Vegna þess, þú skilur, við erum sterkari saman en í sitt hvoru lagi,“ sagði Stoltenberg. „Frá mínum bæjardyrum eru Þjóðverjar algerlega á valdi Rússa vegna þess að þeir fá svo mikið af orku sinni þaðan. Þannig að það er ætlast til að við verjum Þýskaland, en þeir fá orku sína frá Rússlandi. Útskýrðu þetta. Það er ekki hægt og þú veist það,“ sagði Trump. Eins og oft áður fer Trump ekki alveg rétt með tölur. Þjóðverjar fá að vísu á bilinu 50 til 75 prósent af öllu gasi sem þeir nota frá Rússlandi en gas er einungis um 20 prósent af orkunýtingu þeirra. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir gasleiðsluna á vegum einkafyrirtækja en ekki þýska ríkisins.Þjóðarleiðtogar horfast í augu.Vísir/APMerkel rifjaði upp Sovéttímann„Vegna nýlegra atburða við ég nota tækifærið til að minna á að ég hef persónulega upplifað þegar hluti Þýskalands var undir stjórn Sovétríkjanna. Ég er hins vegar mjög glöð með að í dag erum við sameinuð í frelsi innan sambandsríkisins Þýskalands. Þess vegna getum við sagt að við mótum okkar eigin stjórnmál og tökum okkar eigin ákvarðanir. Það er mjög gott, sérstaklega fyrir íbúa hinna nýju ríkja innan sambandsríkisins,“ sagði Merkel við komuna á leiðtogafundinn. Þá minnti Merkel á framlag Þjóðverja til herafla NATO í Afganistan sem er mjög stór. „Við erum enn mjög stór þátttakandi í Afganistan þar sem við verjum meðal annars hagsmuni Bandaríkjanna. Við gerðum það af sjálfdáðun og sannfæringu,“ sagði kanslarinn.Trump að tafli við Putin?Með því að beina athyglinni að rússnesku gasleiðslunni gæti Trump verið að skapa sér stöðu fyrir fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki á mánudag. Þar gæti hann gert Putin grein fyrir að ekki ríkti eining um sölu Rússa á gasi til Evrópu. Donald Tusk forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins var líka með skýr skilaboð til Trump eftir að sambandið staðfesti aukið samstarf við NATO í dag „Kæru Bandaríkjamenn metið bandamenn ykkar að verðleikum, því þegar up per staðið eigið þið ekki svo marga slíka. Og kæru Evrópumenn eyðið meiru til varna ykkar því allir bera virðingu fyrir bandamanni sem er vel undirbúinn og vel tækjum búinn,“ sagði Tusk í dag.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, glöð í bragði fyrir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hún telur að leiðtogarnir ættu að ræða meira um loftslagsmál.Vísir/apÞað var öllu meiri sáttatónn í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en hinum stríðandi leiðtogum. Í viðtali við fréttamenn fyrir leiðtogafundinn sagði hún nauðsynlegt að ræða fleira en framlög til varnarmála. „Ég tel að við ættum að ræða afvopnunarmál og annars konar ógn en hina hefðbundnu hernaðarógn. Ég tel að við eigum að ræða meira um loftlagsmál. Þannig að ég tel að NATO ætti að ræða margs konar ógn sem steðjar að okkur í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Það neistaði á milli helstu leiðtoga Atlantshafsbandalagsins á fundi þeirra í Brussel í dag. Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. Fyrirfram var búist við að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi kynda undir öðrum leiðtogum Atlantshafsbandalagsins á tveggja daga fundi þeirra sem hófst í Brussel í dag. Og hann beið ekki boðanna því strax á morgunverðarfundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO sagði hann 40 milljarða dollara aukin útgjöld bandalagsríkjanna til varnarmála undanfarið ár ekki duga til og skaut síðan föstum skotum á Þjóðverja fyrir mikinn gasinnflutning frá Rússlandi. „Þýskaland er algerlega undir hælnum á Rússum vegna þess að þeir fá sextíu til sjötíu present af orku sinni frá Rússlandi og nýja gasleiðslu. Ætlar þú að segja mér að þetta sé viðeigandi? Vegna þess að ég tel þetta ekki viðeigandi og þetta er mjög slæmt fyrir NATO,“ sagði Trump yfir morgunverðarborðið með framkvæmdastjóra NATO.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa.Vísir/APTrump minntur á tilgang NATOStoltenberg sagði aðildarríkin 29 oft greina á um leiðir. Það ætti meðal annars við um uppbyggingu nýrrar gasleiðslu til Evrópu í gegnum Eystrasaltsríkin, sem Pólverjar og fleiri hafa gagnrýnt. „En það hefur alltaf verið strykur NATO að þrátt fyrir skiptatr skoðanir á einstökum málum hafa bandalagsþjóðirnar sameinast um kjarnan í markmiðum NATO sem væri að verja hverjar aðra. Vegna þess, þú skilur, við erum sterkari saman en í sitt hvoru lagi,“ sagði Stoltenberg. „Frá mínum bæjardyrum eru Þjóðverjar algerlega á valdi Rússa vegna þess að þeir fá svo mikið af orku sinni þaðan. Þannig að það er ætlast til að við verjum Þýskaland, en þeir fá orku sína frá Rússlandi. Útskýrðu þetta. Það er ekki hægt og þú veist það,“ sagði Trump. Eins og oft áður fer Trump ekki alveg rétt með tölur. Þjóðverjar fá að vísu á bilinu 50 til 75 prósent af öllu gasi sem þeir nota frá Rússlandi en gas er einungis um 20 prósent af orkunýtingu þeirra. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir gasleiðsluna á vegum einkafyrirtækja en ekki þýska ríkisins.Þjóðarleiðtogar horfast í augu.Vísir/APMerkel rifjaði upp Sovéttímann„Vegna nýlegra atburða við ég nota tækifærið til að minna á að ég hef persónulega upplifað þegar hluti Þýskalands var undir stjórn Sovétríkjanna. Ég er hins vegar mjög glöð með að í dag erum við sameinuð í frelsi innan sambandsríkisins Þýskalands. Þess vegna getum við sagt að við mótum okkar eigin stjórnmál og tökum okkar eigin ákvarðanir. Það er mjög gott, sérstaklega fyrir íbúa hinna nýju ríkja innan sambandsríkisins,“ sagði Merkel við komuna á leiðtogafundinn. Þá minnti Merkel á framlag Þjóðverja til herafla NATO í Afganistan sem er mjög stór. „Við erum enn mjög stór þátttakandi í Afganistan þar sem við verjum meðal annars hagsmuni Bandaríkjanna. Við gerðum það af sjálfdáðun og sannfæringu,“ sagði kanslarinn.Trump að tafli við Putin?Með því að beina athyglinni að rússnesku gasleiðslunni gæti Trump verið að skapa sér stöðu fyrir fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki á mánudag. Þar gæti hann gert Putin grein fyrir að ekki ríkti eining um sölu Rússa á gasi til Evrópu. Donald Tusk forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins var líka með skýr skilaboð til Trump eftir að sambandið staðfesti aukið samstarf við NATO í dag „Kæru Bandaríkjamenn metið bandamenn ykkar að verðleikum, því þegar up per staðið eigið þið ekki svo marga slíka. Og kæru Evrópumenn eyðið meiru til varna ykkar því allir bera virðingu fyrir bandamanni sem er vel undirbúinn og vel tækjum búinn,“ sagði Tusk í dag.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, glöð í bragði fyrir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hún telur að leiðtogarnir ættu að ræða meira um loftslagsmál.Vísir/apÞað var öllu meiri sáttatónn í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en hinum stríðandi leiðtogum. Í viðtali við fréttamenn fyrir leiðtogafundinn sagði hún nauðsynlegt að ræða fleira en framlög til varnarmála. „Ég tel að við ættum að ræða afvopnunarmál og annars konar ógn en hina hefðbundnu hernaðarógn. Ég tel að við eigum að ræða meira um loftlagsmál. Þannig að ég tel að NATO ætti að ræða margs konar ógn sem steðjar að okkur í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30
Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent