Hjúkrunarkona eitraði fyrir tugum sjúklinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 07:19 Konan Vísir/getty Fyrrverandi hjúkrunarkona í Japan hefur játað að hafa átt þátt í því að tugir sjúklinga urðu fyrir eitrun á síðustu tveimur árum. Lögregla telur að andlát allt að tuttugu sjúklinga megi rekja til eitrunarinnar. Hjúkrunarkonan, Ayumi Kuboki, sem er liðlega þrítug, var handtekin um helgina grunuð um að hafa myrt áttatíu og átta ára gamlan sjúkling á sjúkrahúsinu í Yokohama með því að blanda sótthreinsunarspritti í lyfin sem maðurinn fékk í æð. Japanskir miðlar segja að ástæðan sem Kuboki hafi gefið fyrir morðunum sé sú að henni hafi kviðið svo fyrir því að hitta syrgjandi aðstandendur fólksins, að hún hafi ákveðið að eitra fyrir þeim og tímasetja þannig að fólkið myndi deyja þegar hún væri á frívakt. Talið er að alls hafi um 48 einstaklingar dáið með dularfullum hætti á þriggja mánaða tímabili árið 2016. Þar af dóu 5 sjúklingar sama daginn. Eftir að lögreglan hóf rannsókn á andlátum sjúklinganna kom í ljós að búið hafði verið að stinga gat á fimmtung allra pokanna sem notaðir eru til að veita vökva í æð á sjúkrahúsinu. Kuboki neitaði í fyrstu að hafa nokkuð með andlátin að gera og þar að auki hefði hún ekki tekið eftir neinu grunsamlegu á sjúkrahúsinu. Í samtali við fjölmiðla sagði hjúkrunarkonan að hún hefði samúð með aðstandendum hinna látnu. Samstarfsmenn Kuboki eru sagðir í áfalli vegna málsins. Þá hafði aldrei grunað að hjúkrunarkonan væri svona illa innrætt. Henni var sagt upp af spítalunum í síðasta mánuði eftir að leifar af sótthreinsunarsprittinu, sem hún notaði til að drepa sjúklingana, fundust á klæðnaði hennar. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Fyrrverandi hjúkrunarkona í Japan hefur játað að hafa átt þátt í því að tugir sjúklinga urðu fyrir eitrun á síðustu tveimur árum. Lögregla telur að andlát allt að tuttugu sjúklinga megi rekja til eitrunarinnar. Hjúkrunarkonan, Ayumi Kuboki, sem er liðlega þrítug, var handtekin um helgina grunuð um að hafa myrt áttatíu og átta ára gamlan sjúkling á sjúkrahúsinu í Yokohama með því að blanda sótthreinsunarspritti í lyfin sem maðurinn fékk í æð. Japanskir miðlar segja að ástæðan sem Kuboki hafi gefið fyrir morðunum sé sú að henni hafi kviðið svo fyrir því að hitta syrgjandi aðstandendur fólksins, að hún hafi ákveðið að eitra fyrir þeim og tímasetja þannig að fólkið myndi deyja þegar hún væri á frívakt. Talið er að alls hafi um 48 einstaklingar dáið með dularfullum hætti á þriggja mánaða tímabili árið 2016. Þar af dóu 5 sjúklingar sama daginn. Eftir að lögreglan hóf rannsókn á andlátum sjúklinganna kom í ljós að búið hafði verið að stinga gat á fimmtung allra pokanna sem notaðir eru til að veita vökva í æð á sjúkrahúsinu. Kuboki neitaði í fyrstu að hafa nokkuð með andlátin að gera og þar að auki hefði hún ekki tekið eftir neinu grunsamlegu á sjúkrahúsinu. Í samtali við fjölmiðla sagði hjúkrunarkonan að hún hefði samúð með aðstandendum hinna látnu. Samstarfsmenn Kuboki eru sagðir í áfalli vegna málsins. Þá hafði aldrei grunað að hjúkrunarkonan væri svona illa innrætt. Henni var sagt upp af spítalunum í síðasta mánuði eftir að leifar af sótthreinsunarsprittinu, sem hún notaði til að drepa sjúklingana, fundust á klæðnaði hennar.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira