Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2018 10:00 Skúli Kristinnsson leiðsögumaður í Laxá í Kjós með flottann lax úr gljúfrunum. Mynd: Hreggnasi FB Það er góður gangur í laxveiðinni þessa dagana þrátt fyrir rok og rigningu upp á hvern dag en það virðist lítil áhrif hafa á tökuna. Laxá í Kjós hefur átt mjög gott sumar það sem af er og er líklega að skríða yfir 300 laxa sem er mjög fín veiði miðað við árstíma og þær aðstæður sem hafa mætt veiðimönnum í sumar. Síðasta þriggja daga holl sem lauk veiðum 8. júlí var með 85 laxa sem er feyknagóð veiði og segir mikið til um það hversu fínar göngur hafa verið í Kjósinni síðustu daga. Nú er vaxandi straumur og það hefur alltaf fylgt honum stærstu göngur sumarsins svo það verður gaman að fylgjast með gangi mála í Kjósinni í kjölfarið á honum. Veiðin í fyrra var 251 lax 12. júlí og veiðin nú því aðeins betri en hún var á sama tíma 2017. Heildarveiðin var þó ekki nema 860 laxar en þar spilaði inní að langvarandi þurrkar gerðu veiðimönnum afar erfitt fyrir og hefði verið betra vatn í fyrra hefði lokatalan verið mun hærri enda var nóg af laxi í ánni. Mest lesið Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Lækurinn við Vífilstaðavatn fullur af bleikju Veiði Nú þurfa laxveiðiárnar rigningu Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fínar göngur af laxi í Brynjudalsá Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Stangaveiðifélag Akureyrar tíu ára Veiði Prófaðu þurrflugu í sjóbirting Veiði
Það er góður gangur í laxveiðinni þessa dagana þrátt fyrir rok og rigningu upp á hvern dag en það virðist lítil áhrif hafa á tökuna. Laxá í Kjós hefur átt mjög gott sumar það sem af er og er líklega að skríða yfir 300 laxa sem er mjög fín veiði miðað við árstíma og þær aðstæður sem hafa mætt veiðimönnum í sumar. Síðasta þriggja daga holl sem lauk veiðum 8. júlí var með 85 laxa sem er feyknagóð veiði og segir mikið til um það hversu fínar göngur hafa verið í Kjósinni síðustu daga. Nú er vaxandi straumur og það hefur alltaf fylgt honum stærstu göngur sumarsins svo það verður gaman að fylgjast með gangi mála í Kjósinni í kjölfarið á honum. Veiðin í fyrra var 251 lax 12. júlí og veiðin nú því aðeins betri en hún var á sama tíma 2017. Heildarveiðin var þó ekki nema 860 laxar en þar spilaði inní að langvarandi þurrkar gerðu veiðimönnum afar erfitt fyrir og hefði verið betra vatn í fyrra hefði lokatalan verið mun hærri enda var nóg af laxi í ánni.
Mest lesið Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Lækurinn við Vífilstaðavatn fullur af bleikju Veiði Nú þurfa laxveiðiárnar rigningu Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fínar göngur af laxi í Brynjudalsá Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Stangaveiðifélag Akureyrar tíu ára Veiði Prófaðu þurrflugu í sjóbirting Veiði