Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 12:21 May forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag. Vísir/EPA Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14