„Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 21:00 Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015. Skattar og tollar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015.
Skattar og tollar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira