Conor sleppur við fangelsisvist en hvað er þá næst á dagskrá hjá Íranum? Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 13:30 Conor McGregor samdi við ákæruvaldið í Brooklyn og er því laus. vísir/getty Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor sleppur við fangelsisvist eftir æðiskastið sem að hann tók í apríl í Brooklyn í New York en hann gerði samkomulag við ákæruvaldið þar í borg og er frjáls ferða sinna. Hvað er þá næst á dagskrá hjá Íranum magnaða sem varð fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC í nóvember árið 2016 þegar að hann lagði Eddie Alvarez í titilbardaga í léttvigt? Hann hefur ekki barist í UFC síðan þá en steig inn í hnefaleikahringinn með Floyd Mayweather til að fylla bankabókina á síðasta ári og tapaði.Conor varð tvöfaldur heimsmeistari í UFC í nóvember 2016 en hefur ekki barist síðan þá.vísir/gettyBeltin burt Búið er að taka heimsmeistaratitlana af Conor bæði í fluguvigt og léttvigt en hann er í öðru sæti á léttivigtarlistanum á eftir Tony Ferguson en báðir eru á eftir meistanum rússneska Khabib Nurmagomedov. „Núna þegar búið er að afgreiða þessa rútuárás getur hann vonandi farið að einbeita sér að ferlinum aftur. Ég vona innilega að Conor mætir Khabib Nurmagomedov í haust, það er lang stærsti bardaginn í MMA í dag,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í blönduðum bardagalistum. „Conor var tilbúinn að berjast við hann frítt í apríl í þessari blessuðu rútuárás þannig að hann hlýtur að vilja berjast við hann fyrir nokkrar milljónir,“ segir hann.Dagestaninn er ríkjandi meistari og vill ólmur berja á Conor.vísir/gettyÁ sama stað í Rússlandi Conor var ekki langt frá því að fara í steininn fyrir rútuárásina í Brooklyn sem beindist að Nurmagomedov. Sá magnaði 29 ára gamli bardagakappi frá Dagestan varð léttvigtarmeistari í apríl en hann hefur unnið alla 26 atvinnumannabardaga sína á ferlinum. „Khabib er auðvitað ríkjandi léttvigtarmeistari eftir að Conor var sviptur titlinum í apríl þannig að Conor gæti þarna endurheimt beltið sitt. Leiðir þeirra liggja saman og trúi ég ekki öðru en að UFC nái að setja þennan bardaga saman. Ég held samt að þetta belti skipti Conor svo sem engu risa máli,“ segir Pétur. „Það hefur verið talað um bardaga á milli Conor og Khabib í smá tíma núna og hefur verið að marinerast með öllu þessu rútudæmi. Svo voru þeir auðvitað báðir á úrslitaleik HM þar sem Conor var sérstakur gestur Vladimir Pútín á meðan Rússinn Khabib var bara í einhverju ágætis sæti meðal áhorfenda.“Pétur Marinó Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, vonast eftir bardaga hjá Conor sem fyrst.vísirKhabib að þreytast Nóvember væri góð tímasetning fyrir næsta bardaga Conors en UFC-kvöldið í þeim mánuði fer fram í New York og þar í borg eru menn ekkert alltof spenntir fyrir því að fá ólátabelginn aftur í heimsókn. „Talað hefur verið um að bardaginn fari fram á UFC 229 í október eða UFC 232 í desember. Bæði þessi bardagakvöld fara fram í Las Vegas en það virðist sem það sé eitthvað hik á því að bóka Conor í New York í nóvember í Madison Square Garden eftir lætin sem hann olli í apríl,“ segir Pétur, en þarf Khabib kannski að taka annan í búrinu þar til Conor er klár? „Khabib er orðinn þreyttur á að bíða eftir Conor og vonandi klárast þetta bara fljótt. Annars eru nokkrir frábærir bardagamenn sem geta ekki beðið eftir því að fá að taka í Khabib. Þeir Dustin Poirier og Eddie Alvarez berjast um helgina og sigurvegarinn þar gæti fengið titilbardaga eða Tony Ferguson ef Conor er af einhverjum ástæðum ekki til í bardaga í haust,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Conor afgreiddi fjölmiðlana á tíu sekúndum Írski vélbyssukjafturinn hafði ekki mikið að segja eftir að hann slapp við fangelsisvist. 26. júlí 2018 15:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor sleppur við fangelsisvist eftir æðiskastið sem að hann tók í apríl í Brooklyn í New York en hann gerði samkomulag við ákæruvaldið þar í borg og er frjáls ferða sinna. Hvað er þá næst á dagskrá hjá Íranum magnaða sem varð fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC í nóvember árið 2016 þegar að hann lagði Eddie Alvarez í titilbardaga í léttvigt? Hann hefur ekki barist í UFC síðan þá en steig inn í hnefaleikahringinn með Floyd Mayweather til að fylla bankabókina á síðasta ári og tapaði.Conor varð tvöfaldur heimsmeistari í UFC í nóvember 2016 en hefur ekki barist síðan þá.vísir/gettyBeltin burt Búið er að taka heimsmeistaratitlana af Conor bæði í fluguvigt og léttvigt en hann er í öðru sæti á léttivigtarlistanum á eftir Tony Ferguson en báðir eru á eftir meistanum rússneska Khabib Nurmagomedov. „Núna þegar búið er að afgreiða þessa rútuárás getur hann vonandi farið að einbeita sér að ferlinum aftur. Ég vona innilega að Conor mætir Khabib Nurmagomedov í haust, það er lang stærsti bardaginn í MMA í dag,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í blönduðum bardagalistum. „Conor var tilbúinn að berjast við hann frítt í apríl í þessari blessuðu rútuárás þannig að hann hlýtur að vilja berjast við hann fyrir nokkrar milljónir,“ segir hann.Dagestaninn er ríkjandi meistari og vill ólmur berja á Conor.vísir/gettyÁ sama stað í Rússlandi Conor var ekki langt frá því að fara í steininn fyrir rútuárásina í Brooklyn sem beindist að Nurmagomedov. Sá magnaði 29 ára gamli bardagakappi frá Dagestan varð léttvigtarmeistari í apríl en hann hefur unnið alla 26 atvinnumannabardaga sína á ferlinum. „Khabib er auðvitað ríkjandi léttvigtarmeistari eftir að Conor var sviptur titlinum í apríl þannig að Conor gæti þarna endurheimt beltið sitt. Leiðir þeirra liggja saman og trúi ég ekki öðru en að UFC nái að setja þennan bardaga saman. Ég held samt að þetta belti skipti Conor svo sem engu risa máli,“ segir Pétur. „Það hefur verið talað um bardaga á milli Conor og Khabib í smá tíma núna og hefur verið að marinerast með öllu þessu rútudæmi. Svo voru þeir auðvitað báðir á úrslitaleik HM þar sem Conor var sérstakur gestur Vladimir Pútín á meðan Rússinn Khabib var bara í einhverju ágætis sæti meðal áhorfenda.“Pétur Marinó Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, vonast eftir bardaga hjá Conor sem fyrst.vísirKhabib að þreytast Nóvember væri góð tímasetning fyrir næsta bardaga Conors en UFC-kvöldið í þeim mánuði fer fram í New York og þar í borg eru menn ekkert alltof spenntir fyrir því að fá ólátabelginn aftur í heimsókn. „Talað hefur verið um að bardaginn fari fram á UFC 229 í október eða UFC 232 í desember. Bæði þessi bardagakvöld fara fram í Las Vegas en það virðist sem það sé eitthvað hik á því að bóka Conor í New York í nóvember í Madison Square Garden eftir lætin sem hann olli í apríl,“ segir Pétur, en þarf Khabib kannski að taka annan í búrinu þar til Conor er klár? „Khabib er orðinn þreyttur á að bíða eftir Conor og vonandi klárast þetta bara fljótt. Annars eru nokkrir frábærir bardagamenn sem geta ekki beðið eftir því að fá að taka í Khabib. Þeir Dustin Poirier og Eddie Alvarez berjast um helgina og sigurvegarinn þar gæti fengið titilbardaga eða Tony Ferguson ef Conor er af einhverjum ástæðum ekki til í bardaga í haust,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Conor afgreiddi fjölmiðlana á tíu sekúndum Írski vélbyssukjafturinn hafði ekki mikið að segja eftir að hann slapp við fangelsisvist. 26. júlí 2018 15:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira
Conor afgreiddi fjölmiðlana á tíu sekúndum Írski vélbyssukjafturinn hafði ekki mikið að segja eftir að hann slapp við fangelsisvist. 26. júlí 2018 15:00
Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09