Þjálfari Selfoss býðst til að hjálpa til við leit að eftirmanni sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 09:45 Gunnar Borgþórsson er í fallsæti með gott lið Selfyssinga. vísir/valli Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20