Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2018 21:20 Andri Jónasson og félagar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/enir Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. Í toppslagnum gerðu Víkingur Ólafsvík og HK markalaust jafntefli en leikið var í Ólafsvík. HK enn taplaust á toppnum með 29 stig en Ólafsvík í öðru sæti með 27 stig. ÍR vann gífurlega mikilvægan sigur á Selfyssingum í fallbaráttuslag, 3-2, en þar var dramatíkin ævintýraleg. Hrvoje Tokic kom Selfoss yfir á átjándu mínútu með sínu fyrsta marki í vínrauða búningnum. Axel Sigurðarson, lánsmaður frá KR, jafnaði á átjándu mínútu áður en Guðmundur Axel Hilmarsson kom Selfoss aftur yfir á 55. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þangað til í uppbótartíma er Jón Gísli Ström jafnaði á 90. mínútu. Fjörið var ekki búið því Ström skoraði sigurmarkið á 95. mínútu úr vítaspyrnu. ÍR komið upp úr fallsæti en liðið er í tíunda sæti með þrettán stig. Selfoss er komið í fallsætið, eru nú með ellefu stig eftir leikina þrettán sem búnir eru. Magni á botninum með sex stig. Fram og Þróttur skildu jöfn, 2-2, í grannaslag. Alex Freyr Elísson kom Fram yfir á 64. mínútu en Viktor Jónsson jafnaði þremur mínútum síðar. Flestir héldu að Már Ægisson hafði tryggt Fram sigurinn er hann kom þeim í 2-1 á 96. mínútu leiksins en tveimur mínútum síðar jafnaði Daði Bergsson. Ótrúleg dramatík og lokatölur 2-2. Þróttur er í fimmta sætinu með 20 stig en Fram er sæti neðar með átján stig. Njarðvík vann svo góðan 1-0 sigur á Leikni í Reykjanesbæ. Eina markið skoraði Birkir Freyr Sigurðsson á 21. mínútu leiksins en Njarðvík er í níunda sæti með 13 stig. Leiknir er í því sjöunda með fjórtán stig. Öll úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Sjá meira
Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. Í toppslagnum gerðu Víkingur Ólafsvík og HK markalaust jafntefli en leikið var í Ólafsvík. HK enn taplaust á toppnum með 29 stig en Ólafsvík í öðru sæti með 27 stig. ÍR vann gífurlega mikilvægan sigur á Selfyssingum í fallbaráttuslag, 3-2, en þar var dramatíkin ævintýraleg. Hrvoje Tokic kom Selfoss yfir á átjándu mínútu með sínu fyrsta marki í vínrauða búningnum. Axel Sigurðarson, lánsmaður frá KR, jafnaði á átjándu mínútu áður en Guðmundur Axel Hilmarsson kom Selfoss aftur yfir á 55. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þangað til í uppbótartíma er Jón Gísli Ström jafnaði á 90. mínútu. Fjörið var ekki búið því Ström skoraði sigurmarkið á 95. mínútu úr vítaspyrnu. ÍR komið upp úr fallsæti en liðið er í tíunda sæti með þrettán stig. Selfoss er komið í fallsætið, eru nú með ellefu stig eftir leikina þrettán sem búnir eru. Magni á botninum með sex stig. Fram og Þróttur skildu jöfn, 2-2, í grannaslag. Alex Freyr Elísson kom Fram yfir á 64. mínútu en Viktor Jónsson jafnaði þremur mínútum síðar. Flestir héldu að Már Ægisson hafði tryggt Fram sigurinn er hann kom þeim í 2-1 á 96. mínútu leiksins en tveimur mínútum síðar jafnaði Daði Bergsson. Ótrúleg dramatík og lokatölur 2-2. Þróttur er í fimmta sætinu með 20 stig en Fram er sæti neðar með átján stig. Njarðvík vann svo góðan 1-0 sigur á Leikni í Reykjanesbæ. Eina markið skoraði Birkir Freyr Sigurðsson á 21. mínútu leiksins en Njarðvík er í níunda sæti með 13 stig. Leiknir er í því sjöunda með fjórtán stig. Öll úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Sjá meira