Upphitun fyrir Ungverjaland: Hvað gerist fyrir sumarfrí? Bragi Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Hamilton í Ungverjalandi í gær að kvitta undir áritanir. vísir/getty Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti