Landeigendur vilja að Umhverfisstofnun loki gönguleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45