Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 15:40 Khan ávarpar þjóðina. Vísir/EPA Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins. Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins.
Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56
Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45