Tunglið rautt á himni víða um jörð Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2018 12:00 Blóðmáni yfir Makedóníu í janúar. Vísir/EPA Nú í kvöld, föstudagskvöld, 27. júlí, verður tunglið rautt á himni víða um jörð. Þetta verður lengsti tunglmyrkvi aldarinnar, eða allt til ársins 2123. og er ljóst að um mikið sjónarspil er að ræða. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, bendir á að almyrkvinn, það er að segja blóðmáninn, muni því miður ekki sjást frá Íslandi. Sævar segir að almyrkvinn verði því miður búinn þegar tunglið rís hjá okkur klukkan 22:38 í kvöld. Þá verður reyndar hálfskuggamyrkvi en hann sést ekki með berum augum. Annars verður hægt að fylgjast með þessu fyrirbæri á netinu fyrir áhugasama. Tunglmyrkvi gerist þegar jörðin fer á milli tunglsins og sólarinnar, sem er öfugt við sólmyrkva þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólarinnar. Á föstudaginn mun allt tunglið falla í skugga jarðarinnar og verða rautt, sem gerist vegna speglunar sólskyns sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Því kallast þetta fyrirbæri blóðmáni.Hér má sjá hvar tunglmyrkvinn verður sýnilegur og hve lengi.Vísir/NASAForsvarsmenn The Virtual Telescope Project munu koma myndavél fyrir á Palatinehæð í Róm og beina henni að tunglinu og hringleikahúsinu. Bein útsending hefst klukkan hálf sjö á föstudagskvöldið. Uppfært klukkan 13:08: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að blóðmáninn myndi sjást frá Íslandi. Það er hins vegar rangt líkt og Sævar Helgi benti á og hefur verið leiðrétt. A blood moon is coming! Here's what you need to know pic.twitter.com/MqciYNaxOg— The Guardian (@guardian) July 24, 2018 Vísindi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Nú í kvöld, föstudagskvöld, 27. júlí, verður tunglið rautt á himni víða um jörð. Þetta verður lengsti tunglmyrkvi aldarinnar, eða allt til ársins 2123. og er ljóst að um mikið sjónarspil er að ræða. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, bendir á að almyrkvinn, það er að segja blóðmáninn, muni því miður ekki sjást frá Íslandi. Sævar segir að almyrkvinn verði því miður búinn þegar tunglið rís hjá okkur klukkan 22:38 í kvöld. Þá verður reyndar hálfskuggamyrkvi en hann sést ekki með berum augum. Annars verður hægt að fylgjast með þessu fyrirbæri á netinu fyrir áhugasama. Tunglmyrkvi gerist þegar jörðin fer á milli tunglsins og sólarinnar, sem er öfugt við sólmyrkva þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólarinnar. Á föstudaginn mun allt tunglið falla í skugga jarðarinnar og verða rautt, sem gerist vegna speglunar sólskyns sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Því kallast þetta fyrirbæri blóðmáni.Hér má sjá hvar tunglmyrkvinn verður sýnilegur og hve lengi.Vísir/NASAForsvarsmenn The Virtual Telescope Project munu koma myndavél fyrir á Palatinehæð í Róm og beina henni að tunglinu og hringleikahúsinu. Bein útsending hefst klukkan hálf sjö á föstudagskvöldið. Uppfært klukkan 13:08: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að blóðmáninn myndi sjást frá Íslandi. Það er hins vegar rangt líkt og Sævar Helgi benti á og hefur verið leiðrétt. A blood moon is coming! Here's what you need to know pic.twitter.com/MqciYNaxOg— The Guardian (@guardian) July 24, 2018
Vísindi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira