Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2018 23:15 Brock Turner. Vísir/Getty Lögmaður Brocks Turners, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi árið 2016 fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015, segir Turner ekki hafa ætlað að nauðga konunni þar eð „kynlífið“ sem hann stundaði með henni hafi ekki verið í gegnum leggöng hennar. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina. Hann var m.a. dæmdur fyrir að stinga aðskotahlut upp í leggöng meðvitundarlausrar konu í kynferðislegum tilgangi. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. Færði lögmaðurinn rök fyrir því að ekki hefðu fengist nægar sannanir fyrir sakfellingu Turners á sínum tíma, að því er fram kemur í umfjöllun héraðsmiðilsins Paolo Alto Online.„Utanklæðakynlíf“ án ásetnings Lögmaðurinn bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku, og skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem ekki væri um að ræða „getnaðarlim inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar þannig ekki verið til staðar.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Þá sagði lögmaðurinn að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin. Dómarar tóku ekki vel í þessar röksemdafærslur lögmannsins í gær og höfnuðu beiðni hans um að endurmeta sönnunargögn og ákvörðun kviðdóms. Litið til ungs aldurs, bjartrar framtíðar og hreinnar sakaskrár Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur.Þá afturkölluðu kjósendur í Santa Clara-sýslu í Kaliforníu nýlega umboð dómarans Aarons Persky, sem kvað upp hinn umdeilda dóm yfir Turner. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Lögmaður Brocks Turners, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi árið 2016 fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015, segir Turner ekki hafa ætlað að nauðga konunni þar eð „kynlífið“ sem hann stundaði með henni hafi ekki verið í gegnum leggöng hennar. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina. Hann var m.a. dæmdur fyrir að stinga aðskotahlut upp í leggöng meðvitundarlausrar konu í kynferðislegum tilgangi. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. Færði lögmaðurinn rök fyrir því að ekki hefðu fengist nægar sannanir fyrir sakfellingu Turners á sínum tíma, að því er fram kemur í umfjöllun héraðsmiðilsins Paolo Alto Online.„Utanklæðakynlíf“ án ásetnings Lögmaðurinn bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku, og skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem ekki væri um að ræða „getnaðarlim inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar þannig ekki verið til staðar.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Þá sagði lögmaðurinn að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin. Dómarar tóku ekki vel í þessar röksemdafærslur lögmannsins í gær og höfnuðu beiðni hans um að endurmeta sönnunargögn og ákvörðun kviðdóms. Litið til ungs aldurs, bjartrar framtíðar og hreinnar sakaskrár Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur.Þá afturkölluðu kjósendur í Santa Clara-sýslu í Kaliforníu nýlega umboð dómarans Aarons Persky, sem kvað upp hinn umdeilda dóm yfir Turner.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26
Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26
Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51