Sagðir hafa skáldað sögu um gullskip til að selja rafmynt Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 17:49 Shinil Group segir að til standi að ná skipinu upp á yfirborðið á næstu mánuðum. Vísri/EPA Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn. Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn.
Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31