SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 18:12 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12