Valdís Þóra keppir á Opna breska meistaramótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 16:28 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á öðru risamóti sínu. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira