Imogen Heap og Guy Sigsworth með tónleika í Háskólabíói Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 16:02 Imogen Heap, söngkona og lagahöfundur er væntanleg til landsins. Tónlistartvíeykið Frou Frou sem samanstendur af Imogen Heap og Guy Sigsworth heldur tónleika í Háskólabíó 9. október næstkomandi. Miðasala hefst 30 júlí. Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari hjá Tónleikum, segir að Imogen Heap hafi lengi haft áhuga á því að koma til íslands. Hann segir að umboðsmenn hennar hefðu haft samband við sig varðandi mögulegt tónleikahald á Íslandi. „Það er sjaldan sem aðilar í útlöndum hafa samband við litla tónleikahaldara á litla Íslandi. Það eru venjulega við sem erum að væla í þeim en þeir höfðu samband við mig,“ segir Guðbjartur glaður í bragði. Imogen Heap og Guy Sigsworth gáfu út plötuna Details árið 2002 en ákváðu að skilja leiðir ári síðar í þeim tilgangi að hlúa að sjálfstæðri tónlistarsköpun sinni. Ákvörðunin var tekin í mikilli vinsemd. Það var síðan í nóvember 2017 sem tvíeykið tilkynnti að Heap og Sigsworth hygðust koma saman á ný og í framhaldi af því var ákveðið að þau færu saman á tónleikaferðalag um heiminn. Imogen Heap hefur tvívegis hlotið Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistartvíeykið Frou Frou sem samanstendur af Imogen Heap og Guy Sigsworth heldur tónleika í Háskólabíó 9. október næstkomandi. Miðasala hefst 30 júlí. Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari hjá Tónleikum, segir að Imogen Heap hafi lengi haft áhuga á því að koma til íslands. Hann segir að umboðsmenn hennar hefðu haft samband við sig varðandi mögulegt tónleikahald á Íslandi. „Það er sjaldan sem aðilar í útlöndum hafa samband við litla tónleikahaldara á litla Íslandi. Það eru venjulega við sem erum að væla í þeim en þeir höfðu samband við mig,“ segir Guðbjartur glaður í bragði. Imogen Heap og Guy Sigsworth gáfu út plötuna Details árið 2002 en ákváðu að skilja leiðir ári síðar í þeim tilgangi að hlúa að sjálfstæðri tónlistarsköpun sinni. Ákvörðunin var tekin í mikilli vinsemd. Það var síðan í nóvember 2017 sem tvíeykið tilkynnti að Heap og Sigsworth hygðust koma saman á ný og í framhaldi af því var ákveðið að þau færu saman á tónleikaferðalag um heiminn. Imogen Heap hefur tvívegis hlotið Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira