Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni.
Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.
„Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan.
Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar.