Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 05:13 Hverfið var rýmt. Vísir/AP Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira